Það gæti farið að líða lengra á milli blogga hjá mér vegna sumars. Sumar hefur þær afleyðingar að ég nenni ekki að vera í tölvunni.
Ég veit að hljómar ótrúverðulegt að ég skuli ekki nenna að vera í tölvunni, en þanig er það nú víst. Svo hef ég vinnu líka sem heitir Hrafnista.
Ég gleymdi samt að fara í vinnuna á afmælinu mínu og stimpla mig inn til að heyra afmælissönginn úr stimpliklukkunni. Nú þarf ég að vinna þarna í annað ár til að ná þessu markmiði mínu.
En stærsta fréttin þessa dagana er að ég er komin með bílprófið langþráða. Ég hef samt engan bíl, en ég lít á það sem örlítið smáatriði. Bara smá galli. En bílaleysið ætti að heyra sögunni til innan skamms.
Annars er ég ekki búin að gera neitt nema að sitja. Sitja það mikið að rassinn á buxunum mínum er að breytast í nælon. Ég á bara einar buxur eftir. Allir rassar farnir. Ég sit of mikið er mér sagt. Þannig ég ligg þá bara.
Kannski ég fari bara núna að liggja. Liggja og hlusta á Modest Mouse.
I like.
Tinna – Leti er lífstíll
tisa at 18:53
2 comments